Norrænir fjármunaréttardagar
TÍMASETNING
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 14:30 til föstudagsins 26. apríl 2024 kl. 13:30
STAÐUR
Lagadeild Háskóla Íslands, Sæmundargata 2, 102 Reykjavík
SKIPULEGGJANDI
Lagadeild Háskóla Íslands og Lagastofnun Háskóla Íslands með styrk frá LOGOS lögmannsþjónustu
Dagana 24.-26. apríl 2024 fara fram norrænir fjármunaréttardagar í Reykjavík. Ráðstefnunni var komið á fót af Institutt for Privatrett í Osló árið 1994 og verða þeir nú haldnir í 15. sinn. Ráðstefnan verður haldin á vegum Lagadeildar Háskóla Íslands og Lagastofnunar Háskóla Íslands með styrk frá Logos lögmannsþjónustu.
Ráðstefnan fer fram í húsakynnum Háskóla Íslands og hefst miðvikudaginn 24. apríl á málstofu ungra fræðimanna á sviði fjármunaréttar. Dagana 25. og 26. apríl fara síðan fram málstofur á einstökum sviðum fjármunaréttar. Ráðstefnunni lýkur með hádegisverði föstudaginn 26. apríl.
Ráðstefnan fer fram á Hilton Nordica þann 25. apríl en í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands dagana 24. og 26. apríl.
Áhugasamir sendi tillögur að umræðuefnum fyrir ráðstefnuna til Valgerðar Sólnes (vas@hi.is) og Víðis Smára Petersen (vidir@hi.is) eigi síðar en 15. maí 2023.
UNDIRBÚNINGSNEFND
Eyvindur G. Gunnarsson egg@hi.is
Kristín Benediktsdóttir kristben@hi.is
Trausti Fannar Valsson tfv@hi.is
Valgerður Sólnes vas@hi.is (formaður)
Víðir Smári Petersen vidir@hi.is (formaður)
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
MIKILVÆGT: Skráning á ráðstefnuna stendur yfir hér til 1. mars 2024.
Aðeins er pláss fyrir 100 ráðstefnugesti, auk þátttakenda og skipuleggjenda.
Ráðstefnugjaldið er DKK 3.000 og í því er innifalið:
- aðgangur að ráðstefnunni
- hádegisverðir og kaffihressingar
- Þingvallaferðin (miðvikudaginn 24. apríl)
- hátíðarkvöldverður (fimmtudaginn 25. apríl)
Reikningar verða sendir vegna ráðstefnugjaldsins. Þátttakendur í málstofum (framsögumenn, þátttakendur í pallborði og fundarstjórar) greiða ekki ráðstefnugjald.
Ráðstefnugestir þurfa sjálfir eftir atvikum að panta flug og gistingu. Ráðstefnugestum standa til boða tilboð á gistingu á Hótel Hilton Nordica, Berjaya Reykjavík Natura Hótel, Hótel Holti og Íslandshótelum, sjá nánari upplýsingar hér.
Ráðstefnugestir eiga kost á að skrá sig í ferð á Þingvelli með leiðsögn (24. apríl). Þingvellir eru í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík og staðurinn skipar merkan sess í réttarsögu landsins.
Ráðstefnugestum býðst 15% hópafsláttur í Sky Lagoon 25. apríl, ef 15 eða fleiri (og að hámarki 15 manns) skrá sig. Tilboðið gildir um Pure Lite-pakkann hjá Sky Lagoon, sem kostar frá 6.790 krónum og af því reiknast 15% afsláttur. Gestir þurfa sjálfir að koma sér í Sky Lagoon, Vesturvör 44-48, 200 Kópavogi.
Miðvikudagurinn 24. apríl - í Hátíðarsal Háskóla Íslands á 2. hæð Aðalbyggingar, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Kl. 14:30-15:00 | Skráning og kaffi (fyrir utan Hátíðarsal) |
Kl. 15:00-17:00 | Kynningar doktorsnema á sviði fjármunaréttar |
Kl. 17:00-18:00 | Léttar veitingar og ráðstefnugestir boðnir velkomnir (á jarðhæð Aðalbyggingar) |
Kl. 18:30-21:30 | Rútuferð á Þingvelli með leiðsögn (valkvætt) - rútan býður ráðstefnugesta fyrir utan Aðalbyggingu |
Fimmtudagurinn 25. apríl - í fundarherbergi á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
Kl. 09:00-10:30 | Málstofa 1: Samspil fjármunaréttar og allsherjarréttar |
Kl. 10:30-11:00 | Kaffihlé |
Kl. 11:00-12:30 | Málstofa 2: Kynning á nýju norrænu samstarfsverkefni á sviði fjármunaréttar |
Kl. 12:30-13:30 | Hádegisverður |
Kl. 13:30-15:00 | Málstofa 3: Tengsl stjórnmála og stefnumótunar við reglur fjármunaréttar |
Kl. 16:00-18:00 | Sky Lagoon (valkvætt) |
Kl. 19:00-23:00 | Hátíðarkvöldverður á Vox, Hilton Reykjavík Nordica |
Föstudagurinn 26. apríl - í Hátíðarsal Háskóla Íslands á 2. hæð Aðalbyggingar, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Kl. 09:00-10:30 | Málstofa 4: Fjármunaréttur í upplýsingasamfélagi nútímans |
Kl. 10:30-11:00 | Kaffihlé (fyrir utan Hátíðarsal) |
Kl. 11:00-12:30 | Málstofa 5: Stjórnsýslusamningar |
Kl. 12:30-13:30 | Léttur hádegisverður (fyrir utan Hátíðarsal) |
Á málstofunni verður fjallað um þau margvíslegu áhrif sem reglur allsherjarréttar hafa reglur á hinum ólíku sviðum fjármunaréttar. Hér má t.d. skyldur fjármálafyrirtækja gagnvart viðskiptavinum sínum, skaðabótaábyrgð gagnvart þeim og samningsgerð þeirra á milli, samspil samkeppnisréttar og fjármunaréttar, samspil útboðsréttar og fjármunaréttar, hugverkarétt og vörumerkjarétt, svo og reglur sem gilda um starfsstéttir á borð við lögmenn og endurskoðendur. Í því samhengi verður m.a. leitast við að svara hvort og þá hvaða þýðingu það hafi að greina á milli allsherjarréttar og einkaréttar í þessu samhengi eða hvort náin tengsl þar á milli standi til þess að ekki skuli greina þarna á milli.
Framsögumaður (30-45 mín.): Mads Bryde Andersen, Danmörk (mads.bryde.andersen@jur.ku.dk)
Pallborð (5-10 mín. hver):
- Eiríkur Jónsson, Ísland (eirikurj@hi.is)
- Jori Munukka, Svíþjóð (jori.munukka@juridicum.su.se)
Fundarstjóri: Eyvindur G. Gunnarsson, Ísland (egg@hi.is)
Komið hefur verið á fót stýrihópi til að ráðast í samstarf og samvinnu á sviði fjármunaréttar á Norðurlöndunum. Í kynningunni mun stýrihópurinn kynna mikilvægustu atburðina sem framundan eru á hans vegum en þær felast m.a. í því að kanna möguleika á að stofna norrænna rannsóknarstofnun, kanna möguleika háskólastofnana á að samnýta fjármagn og stórauka samstarf sín á milli, svo og að miðla upplýsingum og auka samskipti á milli háskóla. Af hálfu stýrihópsins er sérstaklega bent á að allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru velkomnir í hópinn. Ráðgert er að þátttakendur hafa tækifæri til að spyrja spurninga um verkefnið, koma á framfæri hugmyndum sem kunna að eiga erindi við verkefnið og fá upplýsingar um hvernig hægt er að taka þátt.
Stýrihópurinn:
- Mads Bryde Andersen, Danmörk (mads.bryde.andersen@jur.ku.dk)
- Johan Bärlund, Finnland (johan.barlund@helsinki.fi)
- Birgitte Hagland, Noregur (birgitte.hagland@jus.uio.no)
- Johnny Herre, Svíþjóð (johnny.herre@lexmerc.se)
- Víðir Smári Petersen, Ísland (vidir@hi.is)
Á málstofunni verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir þess hvernig stjórnmál og stefnumótun hafa áhrif á reglur fjármunaréttar á hverjum tíma. Í dómi Hæstaréttar Danmerkur (U 2011.2602) reyndi á að hvaða marki hægt er að semja sig frá fyrirmælum í lögum, þ. á m. samningalögum. Til hliðsjónar má og benda á dóm Hæstaréttar Svíþjóðar (NJA 2022 s. 574) þar sem reyndi á að hvaða marki skyldi styðjast við staðlaða skilmála (NSAB 2015) jafnvel þótt til þeirra hefði ekki verið vísað í samningi málsaðila. Loks verður fjallað um hvernig löggjafinn getur nýtt lagasetningu til að ná tilgreindum markmiðum, t.d. í loftslagsmálum, með því að hvetja til nánar tilgreindrar háttsemi borgaranna (nudging). Öll eiga þessi efni það sammerkt að í þeim felst að gripið er fram fyrir hendurnar á samningsaðilum.
Framsögumenn (15-20 mín. hver):
- Jakob Heidbrink, Svíþjóð (jakob.heidbrink@law.gu.se)
- Johan Giertsen, Noregur (giertsen@uib.no)
Pallborð (5-10 mín.): Ellen Efterstøl, Noregur (ellen.j.eftestol@bi.no)
Fundarstjóri: Þorgeir Örlygsson, Ísland (orlygsson@hi.is)
Í málstofunni verður fjallað um áhrif stafrænnar væðingar á sviði fjármunaréttar frá ýmsum hliðum. Meðal viðfangsefna eru meðal annars viðskipti á fjármálamarkaði, greiðsla með gögnum, gervigreind, langvarandi samningar, neytendavernd, rafrænar undirskriftir o.fl.
Framsögumenn (30 mín): Olav Torvund, Noregur (olav.torvund@jus.uio.no).
Pallborð (5-10 mín. hver):
- Marie Jull Sørensen, Danmörk (mjs@law.aau.dk)
- Johan Bärlund, Finnland (johan.barlund@helsinki.fi).
Fundarstjóri: Hjördís Halldórsdóttir, Ísland (hjordis@logos.is)
Stjórnsýslusamningar eru flókið viðfangsefni sem hefur til þess lítt verið rannsakað í norrænum rétti, en þar reynir m.a. á samspil reglna stjórnsýsluréttar og fjármunaréttar, einkum samningaréttar. Að hvaða marki gilda reglur fjármunaréttar þegar kemur að samningsgerð í stjórnsýslunni? Er samningsgerð á milli einkaaðila, þar sem einungis þarf að gæta að reglum fjármunaréttar, ólík samningsgerð stjórnvalda við opinbera aðila og/eða einkaaðila? Í málstofunni verður leitað svara við þessum spurningum og öðrum.
Framsögumaður (30-45 mín.): Rasmus Grønved Nielsen, Danmörk (rasmus.gronved.nielsen@jur.ku.dk)
Pallborð (5-10 mín. hver):
- Ola Mestad, Noregur (ola.mestad@jus.uio.no)
- Torbjörn Ingvarsson, Svíþjóð (Torbjorn.Ingvarsson@jur.uu.se)
Fundarstjóri: Trausti Fannar Valsson, Ísland (tfv@hi.is)
Ráðstefnan hefst á málstofu fyrir doktorsnema undir stjórn Johans Giertsen prófessors við Háskólann í Bergen. Áhugasamir doktorsnemar sendu tillögur sínar (ágrip að hámarki 500 orð) til Víðis Smára Petersen (vidir@hi.is) fyrir 1. febrúar 2024.
Eftirtaldir doktorsnemar verða með málstofur:
Simen McAdam Lium, Noregur (s.m.lium@jus.uio.no): Sluttavtaler i arbeidsforhold
Lara Ann Waters, Danmörk (lara.ann.waters@jur.ku.dk): Aftaleindgåelse med anvendelse af blockchain og smart contracts
Andrea Algård, Svíþjóð (andrea.algard@har.lu.se): Ansvarsformer: Skadestånd vid avtalsbrott
Måns Dunfjäll, Danmörk (mdun@jur.ku.dk): Ökad insyn i företag: Genomförande av EU:s direktiv om hållbarhetsredovisning bland nordiska börsnoterade företag
Vinsamlegast hafið samband við aðstoðarmennina:
- Líneyju Helgadóttur (lih17@hi.is)
- Sigurlaugu Eir Beck Þórsdóttur (set16@hi.is)
ef spurningar vakna um hagnýt atriði — og:
- Valgerði Sólnes (vas@hi.is)
- Víði Smára Petersen (vidir@hi.is)
ef spurningar vakna um faglega þætti ráðstefnunnar.