Header Paragraph

Útgáfuhóf og málþing vegna útgáfu afmælisrits Páls Hreinssonar

Image
Páll Hreinsson og Jón Atli Benediktsson

Hinn 12. maí síðastliðinn fór fram útgáfuhóf og málþing í tilefni af útgáfu afmælisrits vegna sextugsafmælis Páls Hreinssonar forseta EFTA-dómstólsins, og fyrrverandi prófessors og hæstaréttardómara.

Málþingið var sett með ávarpi Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ, og síðan tók við Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, með afmæliskveðju til Páls.

Í kjölfarið héldu erindi Valgerður Sólnes dósent, Kristján Jónsson aðstoðarmaður forseta EFTA-dómstólsins, Kristín Benediktsdóttir dósent og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem byggðust á greinum þeirra í afmælisritinu. Í afmælisritinu er alls að finna yfir tuttugu ritgerðir á þeim réttarsviðum sem einkenna rannsóknar- og starfsferil Páls, m.a. á sviði stjórnsýsluréttar, Evrópuréttar, fjármunaréttar og réttarfars. 

Útgáfuhófið og málþingið voru vel sótt eins og sést á myndum sem fylgja þessari frétt.

Hægt er að festa kaup á afmælisriti Páls Hreinssonar m.a. í vefverslun Fons Juris.