Rannsóknastofa í umhverfis- og auðlindarétti
Á vegum rannsóknastofu í umhverfis- og auðlindarétti eru stundaðar fræðilegar rannsóknir á sviði innlends, EES, ESB og alþjóðlegs umhverfis- og auðlindaréttar og skyldum greinum.
Stjórn rannsóknastofunnar skipa:
- Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor
- Harpa Þórunn Pétursdóttir lögfræðingur
- Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur
Image
- að stunda fræðilegar rannsóknir á sviði innlends umhverfis- og auðlindaréttar og skyldum greinum
- að stunda fræðilegar rannsóknir á sviði umhverfis- og auðlindaréttar ESB og EES
- að stunda fræðilegar rannsóknir á sviði alþjóðlegs umhverfis- og auðlindaréttar
- að efla samvinnu og samstarf innan lagadeildar og Lagastofnunar, við aðra háskóla, háskóladeildir og stofnanir, innanlands sem erlendis, sem stunda rannsóknir á sömu fræðasviðum
- að kynna og birta opinberlega, í ræðu og riti, rannsóknaniðurstöður hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi
- að efla þátttöku meistara- og doktorsnema í rannsóknaverkefnum sem falla innan fræðasviðanna
- að tryggja rannsóknastyrki fyrir nemendur sem vinna að skilgreindum verkefnum á sviði umhverfis- og auðlindaréttar
- að efla og auðvelda menntun meistara- og doktorsnema, meðal annars með fyrirlestrum og þátttöku í alþjóðlegum námskeiðum