Evrópuréttur - Réttarreglur Evrópusambandsins
Í ritinu er einkum gerð grein fyrir breytingum sem urðu á grundvallarreglum Evrópusambandsins með Lissabon-sáttmálanum sem öðlaðist gildi 1. desember 2009.
Í ritinu er meðal annars fjallað um lagagrundvöll og eðli Evrópusambandsins auk þess sem efnið er sett í samhengi við framkvæmd EES-samningsins hér á landi en vegna hans hefur réttur Evrópusambandsins mikil áhrif á íslenskan rétt.
Ritið hefur því ríkt notagildi fyrir lögfræðinga og aðrar starfsstéttir sem fást við réttarreglur ESB-réttar og EES-réttar í störfum sínum og þá sem stunda nám í Evrópurétti.
Ritið felur í sér endurskoðaða og uppfærða útgáfu af eldra riti höfundar um sama efni sem Lagastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2014.
Ritið er eftir Stefán Má Stefánsson. Útgáfuár 2020.