Lagaþankar

Lagaþankar - Safn greina um réttarframkvæmd og lögfræði frá ýmsum tímum - eftir Pál Sigurðsson prófessor emeritus.

Bókin hefur að geyma safn tíu frumsaminna greina, sem á einn eða annan hátt fjalla um lög og lögfræði, en þó með misjafnlega nánum tengslum við hefðbundnar greinar lögfræðinnar.

Ýmsar greinarnar eru sögulegs eðlis og fjalla um áhugaverðar menningarminjar, er snerta, löggjöf á ýmsum tímum, lögfræðina, réttarframkvæmdina og sögu háskólanna.

Greinaheiti bókarinnar eru sem hér segir:

  • Dómhúsið sem gufaði upp
  • Höfuðbúnaður kvenna, sem mótast af trúarlegum ástæðum
  • Jarðakaup að fornum rétti
  • Lögfræði og kvenleg fegurð
  • Löggjöfin, siðgæðið og þjóðarsálin
  • Satt eða logið – áreiðanleiki frétta í fjölmiðlum
  • Sáttanefndir
  • Sjálfstæði háskólanna og réttarstaða háskólaborgara fyrr á tíð
  • Stóri bróðir og listin – hvað leyfist og hvað ekki
  • Tveir norðlenskir lögskýrendur.

 

Um höfundinn

Páll Sigurðsson, var prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands í rúmlega fjörutíu ár en lét af störfum haustið 2014. Áður en hann hóf störf við deildina haustið 1973 hafði hann stundað framhaldsnám í lögfræði erlendis um fjögurra ára skeið. Hann lauk doktorsprófi í lögum 1978.

Páll hefur ritað fjölda bóka og ritgerða á sviði lögfræði.  En einnig meðal annars þætti og bækur úr sögu Háskóla Íslands og árbækur Ferðafélags Íslands um Skagafjörð.

Páll hefur kennt margar greinar í háskóladeild sinni og hefur gegnt fjölbreyttum trúnaðarstörfum innan Háskóla Íslands jafnt sem utan hans.