Lögberg - Rit Lagastofnunar HÍ
Um er að ræða safnrit greina eftir fræðimenn við Lagadeild Háskóla íslands. Efni greinanna í ritinu er afar fjölbreytt og spannar mörg mikilvæg svið lögfræðinnar.
Ritið er tileinkað Sigurði Líndal, fyrrverandi prófessor við Lagadeild. Sigurður var formaður stjórnar Lagastofnunar í 25 ár og eru honum þökkuð störf hans í þágu stofnunarinnar.
Ritstjórn skipuðu Viðar Már Matthíasson, Stefán Már Stefánsson Björn Þ. Guðmundsson, Páll Sigurðsson og Ari Karlsson.
Í ritinu eru eftirtaldar greinar:
Aðalheiður Jóhannesdóttir
Alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsbreytingar og íslenskur réttur: Umfjöllun með áherslu á útstreymisheimildir og viðskipti með þær.
Björg Thorarensen
Áhrif meðalhófsreglu við skýringu stjórnarskrárákvæða
Björn Þ. Guðmundsson
Valdheimild í stjórnsýslurétti
Brynhildur G. Flóvenz
Réttaröryggi fatlaðra á Íslandi
Davíð Þór Björgvinsson
Beiting Hæstaréttar Íslands á lögunum um mannréttindasáttmála Evrópu
Dóra Guðmundsdóttir
Jafnræðisreglan og áhrif hennar á lagareglur um frjálsa för fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
Eiríkur Tómasson
Hlutverk verjanda, réttindi hans og skyldur
Elín Blöndal
Alþjóðavinnumálastofnunin og áhrif samþykkta hennar á íslenskan rétt
Hafdís Ólafsdóttir
Mat á því hvort villast megi á vörumerkjum - Sjónarmið við skráningu lyfseðilsskyldra lyfja -
Helgi Sigurðsson
Lánssamningar
Hjördís Halldórsdóttir
Tölvupóstur starfsmanna og einkalífsvernd
Hrafnkell Óskarsson
Notkun söluveðs í viðskiptum birgja
Jónas Þór Guðmundsson
Afstaða dómstóla til sönnunargildis máldaga varðandi eignarrétt á landi
Jónatan Þórmundsson
Staðreyndavilla og Abberatio ictus
Ólafur Jóhannes Einarsson
Nokkrar hugleiðingar um andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga
Páll Hreinsson
Meðalhófsregla stjórnsýslulaga
Páll Sigurðsson
„Lögbókargreinar er leiðréttingar þurfa“
Um hugleiðingar og tillögur Þorsteins sýslumanns Magnússonar varðandi endurskoðun Jónsbókar
Pétur Leifsson
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og réttur ríkja til að beita vopnavaldi samkvæmt reglum þjóðaréttarins
Ragnheiður Bragadóttir
Kynferðisbrot skv. 196. gr. hgl.
Róbert R. Spanó
Ákvæði 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar um bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
Skúli Magnússon
Íslensk fiskveiðistjórn og réttur eigenda sjávarjarða til fiskveiða
Stefan Már Stefánsson
Vandi smáþjóða í evrópsku samstarfi
Viðar Már Matthíasson
Gallahugtak laga um fasteignakaup nr. 40/2002