Lagasýn - netbók
Lagasýn er eftir Pál Sigurðsson prófessor emeritus.
Bókin hefur að geyma fimmtán ritgerðir, nokkrar hafa birst áður á ýmsum vettvangi en meiri hluti bókarinnar birtist hér í fyrsta sinn.
Í bókinni eru m.a. þrjár ritgerðir af sviði fjölmiðlaréttar, svo sem um einkalífsvernd almannapersóna og meiðandi ummæli á vefsíðum.
Af sviði samanburðarlögfræði er grein um réttarfjölskyldu vesturevrópskra meginlandsþjóða og um stöðu réttarkerfa norrænu þjóðanna.
Kirkjuréttur á sinn fulltrúa í grein um friðarskyldu og lausn ágreinings á vettvangi þjóðkirkjunnar.