1. Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum

Fyrsta ritið í ritröðinni, er ritgerð eftir Jóhannes Karl Sveinsson hrl. á sviði verktakaréttar, nánar til tekið um viðbótarkröfur verktaka í verksamningum.

Í ritgerðinni er að finna yfirlit um íslenska réttarframkvæmd á þessu sviði þar sem reynt er að skýra og greina þau atvik sem geta veitt verktaka heimild til viðbótarkrafna.

Hagnýtt gildi ritgerðarinnar er því ótvírætt fyrir lögmenn, lögfræðinga, verkfræðinga og aðra tæknimenn sem starfa á þessu sviði, enda oftar en ekki sem ágreiningur rís um þessi atriði í verktakasamningum.