4. Um sönnun í sakamálum

Ritgerð Stefáns Más Stefánssonar prófessor við lagadeild Háskóla Íslands; Um sönnun í sakamálum.

Fjallað er um afar mikilvægt efni í íslenskri lögfræði. Reglur um sönnun koma að einhverju leyti til athugunar í flestum dómsmálum á sviði sakamálaréttarfars, þegar ákærði viðurkennir ekki sök sína. Í ritgerðinni er einkum fjallað um nýlega dóma Hæstaréttar um efnið, en nýrri dómar og umræða um þá ber með sér að átök eru um þetta efni meðal íslenskra lögfræðinga.

Þess vegna hefur fræðileg greinargerð um sönnun í sakamálum meiri þýðingu en ella, bæði fyrir fræðilega og almenna umræðu um málefnið.

Ritið er uppselt.