16. Vandaðir stjórnsýsluhættir

Höfundur er Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands.

Í ritinu er fjallað um lagagrundvöll og eðli vandaðra stjórnsýsluhátta, sem vísað er til í lögum um umboðsmann Alþingis.

Þeirri spurningu er m.a. varpað fram og svarað hvort líta eigi á þá sem aðeins samheiti réttarpólitískra og siðferðilegra krafna sem fyrst og fremst eru gerðar af hálfu umboðsmanns Alþingis eða hvort þeir séu í einhverjum skilningi einnig ,,lagalegir".

Í tengslum við þá umfjöllun er því haldið fram að til sé réttarheimild af tegundinni meginreglu laga um eðlilega og forsvaranlega meðferð og beitingu opinberra valdheimilda og hagsmuna, sem er stoð sumra óskráðra reglna stjórnsýsluréttar. Þeim reglum verður að beita og túlka í ljósi þess réttarheimildarlega grundvallar.

Hryggjarstykkið í ritinu er síðan umfjöllun um efnislegt inntak vandaðra stjórnsýsluhátta. Framkvæmd umboðsmanns Alþingis, og dómstóla eftir því sem það á við er greind í flokka til hægðarauka.

Umfjöllunin byggist m.a. á rannsókn höfundar á álitum umboðsmanns Alþingis og dómum Hæstaréttar Íslands fram til 1. október