17. Um tómlæti og réttaráhrif þess einkum í vinnurétti

Út er komið hefti nr. 17 í ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands, Um tómlæti og réttaráhrif þess einkum í vinnurétti, eftir Viðar Má Matthíasson hæstaréttardómara.

Í ritinu er gerð grein fyrir reglum kröfuréttar um tómlæti, með áherslu á vinnurétt. Í því samhengi er sjónum beint að þeim hluta vinnuréttar sem fjallar um réttarsamband starfsmanns og vinnuveitanda hans.

Umfjöllun ritsins nær einnig til beitingar reglna um tómlæti á öðrum sviðum samninga- og kröfuréttar, t.d. í kauparétti, leigurétti og vátryggingarétti, þótt áhersla sé lögð á vinnurétt sem fyrr segir.

Í ritinu má finna reifanir á fjölda hæstaréttardóma þar sem reynir á umræddar reglur og eru helstu dómar jafnframt listaðir upp í handhægri yfirlitstöflu aftast í ritinu.

Hægt er að panta ritið með tölvupósti á netfangið lagastofnun@hi.is. Ritið verður einnig fáanlegt í Bóksölu stúdenta og í bóksölu Úlfljóts á næstu dögum.

Einnig er hægt að gerast áskrifandi að ritröð Lagastofnunar. Áskrifendum bjóðast sérkjör á nýjum heftum í ritröðinni og fá þau póstsend jafn óðum og þau eru gefin út. Hægt er að gerast áskrifandi með því að fylla út rafrænt eyðublað eða með tölvupósti á netfangið lagastofnun@hi.is.