7. Endurskoðun ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið
Í 7. hefti ritraðar Lagastofnunar birta Aðalheiður Jóhannsdóttir dósent og Eiríkur Tómasson prófessor, ritgerð sína: Endurskoðun ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið. Er Aðalheiður aðalhöfundur ritgerðarinnar en Eiríkur vann fjórða kafla hennar, þar sem fjallað er um aðildarreglur.
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að fjalla um endurskoðun tiltekinna ákvarðana, sem áhrif hafa á umhverfið, komi þær til framkvæmdar hjá æðra stjórnvaldi og fyrir dómstólum.
Í því sambandi voru meðal annars rannsakaðar helstu skuldbindingar Árósasamningsins og einkum lögð áhersla á þær skuldbindingar, sem koma fram í 9. gr. hans um réttindi almennings til þess að fá slíkar ákvarðanir endurskoðaðar.