5. Rafræn vinnsla persónuupplýsinga við meðferð stjórnsýslumála

Páll Hreinsson hæstaréttardómari fjallar um rafræna vinnslu persónuupplýsinga við meðferð stjórnsýslumála.

Um þetta flókna en hagnýta viðfangsefni hefur mjög lítið verið fjallað á Norðurlöndum. Þess vegna felst í ritgerðinni nýtt fræðilegt framlag auk þess að hafa einnig mjög raunhæfa þýðingu fyrir stjórnvöld og lögmenn í störfum sínum.

Höfundur ritsins er án efa fremsti sérfræðingur landsins í stjórnsýslurétti og hefur að auki sérstaka reynslu af störfum á vettvangi reglna um persónuvernd.