3. Kynferðisbrot
Ritgerð Ragnheiðar Bragadóttur prófessors við lagadeild HÍ um kynferðisbrot.
Fyrri hlutinn er ritgerð þar sem gerð er grein fyrir tveimur fyrstu ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem fjallar um kynferðisbrot. Þessi ákvæði eru 194. gr. um nauðgun og 195. gr. um aðra ólögmæta kynferðisnauðung.
Í seinni hlutanum birtist frumvarp til laga um breytingu á tilteknum ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið samdi Ragnheiður veturinn 2005-2006 að ósk dómsmálaráðherra og felur það í sér endurskoðun ákvæðanna um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi.
Við samningu frumvarpsins byggði Ragnheiður á rannsóknum sínum á ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, bæði löggjöfinni sjálfri og framkvæmd hennar.