20. Verktafir, ábyrgð á þeim og afleiðingar

Út er komið 20. hefti ritraðar Lagastofnunar sem ber heitið Verktafir, ábyrgð á þeim og afleiðingar, eftir Víði Smára Petersen lögmann og dósent við Lagadeild HÍ.  

Í ritinu er m.a. fjallað um hver séu skilyrði þess að verktaki eigi rétt á framlengingu skilafrests og hvernig hann eigi að bera sig að til þess að ná slíkum kröfum fram. Þá er fjallað um tafabótakröfur verkkaupa, til dæmis tímabil tafabóta, hvernig beri að ákvarða fjárhæð þeirra og hvenær getur komið til þess að tafabætur verði lækkaðar. Einnig er fjallað um gagnkvæmar tillits- og tilkynningarskyldur aðila og úrlausn ágreiningsmála á verktíma. Loks er fjallað um það að hvaða leyti höfundur telur tilefni til þess að endurskoða ákvæði staðalsins ÍST 30:2012. 

Panta má umrætt rit með tölvupósti á netfangið lagastofnun@hi.is. Ritið verður einnig fáanlegt í Bóksölu stúdenta.  

Einnig er hægt að gerast áskrifandi að ritröð/ritum Lagastofnunar. Áskrifendum bjóðast sérkjör á nýjum ritum og fá þau póstsend jafnóðum og þau eru gefin út. Sjá nánar hér: https://lagastofnun.hi.is/is/askrift-og-pantanir